Erlent

Fundu fjögur lík í Mexíkó

Lík fjögurra manna, þar á meðal 13 ára drengs, fundust á búgarði í borginni Nuevo Laredo í norðurhluta Mexíkós í gær en allir höfðu mennirnir verið skotnir til bana. Lögreglan segir morðin líklega tengd eiturlyfjasölu. Á morðstaðnum voru tæki og tól til viðgerða á dekkjum en þau eru notuð í miklum mæli til að smygla eiturlyfjum frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en yfir 140 morð tengd eiturlyfjasölu eru framin í borginni árlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×