Erlent

Mikið manntjón í Mið-Ameríku

Tæplega 800 manns hafa fundist látnir af völdum náttúruhamfara í kjölfar stormsins Stans í Mið-Ameríku og Mexíkó. Verst er ástandið í Gvatemala, en þar hafa 652 fundist látnir og er óttast að sú tala muni hækka mikið á næstunni. Björgunarsveitir frá Spáni og Gvatemala vinna að björgunarstörfum en eru vonlitlar um að finna fleira fólk á lífi því fimm dagar eru síðan aurskriður féllu frá San Lucas eldfjallinu á bæi í grend við fjallið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×