Lífið

Aukatónleikar með Antony and The Johnsons

Antony and The Johnsons halda aukatónleika á Íslandi þann 11. desember n.k. Þegar tónleikahaldari tjáði Antony að selst hefði upp á tónleikana 10. desember á aðeins 7 mínútum var hann mjög hissa og spurði hvernig í ósköpunum gæti staðið á þessu. Antony hafði gert ráð fyrir að enda tónleikaferð sína hér en þegar hann heyrði af viðbrögðunum ákvað hann að halda aukatónleika. Ógleymanleg kvöldstund í uppsiglingu Antony of félagar eru um þessar mundir að hefja síðari helming hljómleikaferðar sinnar í tengslum við útkomu hljómplötunnar I am a bird now. Hljómsveitin hefur bætt við sig trommuleikara en á fyrri helmingi hljómleikaferðalagsins var enginn trommuleikari með í för. Antony and the Johnsons héldu ógleymanlega tónleika á Nasa í Reykjavík þann 11. júlí s.l. þar sem troðfullt var út úr dyrum. Það er ljóst að um takmarkað magn miða verður að ræða í Fríkirkjunni en þar eru sæti fyrir alla tónleikagesti. Kirkjunni er skipt í fjögur svæði en þrjú verðsvæði. Mercury verðlaun I am a bird now var valinn besta plata ársins 2005 á hinni virtu Mercury tónlistarhátið sem haldin var í Bretlandi þriðjudaginn 6. september. Mercury verðlaunin eru ein virtustu verðlaunin í tónlistarheiminum í dag.  Simon Frith formaður dómnefndarinnar hafði þetta að segja um I am a bird now: "Hún líkist engu sem ég hef heyrt - hvorki fyrr né síðar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.