Uppselt á þrenna tónleika Kirkjebö 29. september 2005 00:01 Sissel Kyrkjebø kom til landsins í morgun ásamt um það bil 120 manna fylgdarliði en hún mun syngja á þrennum tónleikum í Háskólabíói um helgina. Sissel var ánægð við komuna til landsins í morgun og sagðist hlakka til að fá loksins að syngja fyrir íslendinga. Uppselt er á þrenna tónleika en ennþá eru til miðar á aukatónleika sem Sinfóníhljómsveit Oslóarborgar og Oslóar Bachkórinn halda í Grafarvogskirkju á sunnudagskvöldið. Þar mun Sissel taka nokkur lög. Þetta er því síðasta tækifærið fyrir þá sem vilja sjá norsku söngkonuna syngja hér á landi. Norska söngstjarnan Sissel Kyrkjebø fæddist í Bergen í Noregi árið 1969. Hún hefur verið stjarna í Noregi frá barnsaldri en vakti fyrst athygli umheimsins á sér þegar hún söng með ótrúlegum glæsibrag í opnunar- og lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer í Noregi árið 1994. Fyrir leikana fór hún í tónleikaferð um allan heim og tók upp opinbera lag Ólympíuleikanna “Fire in your heart” ásamt Plácido Domingo, sem náði mjög miklum vinsældum. Sissel syngur á móðurmáli sínu en einnig á ensku og latínu. Það má segja að stíl hennar svipi oft til írsku söngkonunnar Enya. Hún hefur meðal annars gefið út plöturnar Innerst I Sjelen og Deep Within My Soul og Gift of Love. Sissel söng lag í hinni gífurlega vinsælu kvikmynd Titanic sem fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlist kvikmyndarinnar. Sú plata seldist í 24 milljónum eintaka. Hún hefur fetað sínir eigin slóðir og gaf út lagið “Prince Igor” árið 1997 með rapparanum Warren G sem var nokkurs konar blanda af hip hop og klassískum söng, það lag varð ótrúlega vinsælt um allan heim. Sissel hefur haldið fjöldamarga tónleika víðs vegar um heiminn og söng fyrir húsfylli í Carnegie Hall í New York ásamt the Chieftains árið 1997. Á hverju ári fer hún í jólatónleikaferð um Skandinavíu og á þá tónleika er oftast orðið uppselt strax í september. Hún hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsinu og var mikið lofuð fyrir leik sinn í hlutverki Maria von Trapp í Sound of Music og Sólveigar í verki Henrik Ibsen, Peer Gynt. Nýja platan hennar “My Heart” hefur náð gífurlegum vinsældum í Bandaríkjunum og hefur hún fylgt því eftir með tveggja mánaða tónleikaferðlagi þar.“Þetta er tónlistin sem er næst hjarta mínu þessa stundina” segir Sissel. “Ég vona að fólk muni hlusta, halla sér aftur, slappa af og njóta fegurðarinnar. Mér finnst okkur hafa tekist að búa til eitthvað ótrúlega fallegt”. Platan “My Heart” blandar saman ferskum nýjum popplögum við klassískar melódíur og óperuaríur sem allar eru fluttar af Sissel. “Nýja platan er ég, hin sanna ég” segir Sissel, “og ég held þú þurfir að hlusta á hana til að skilja hvað ég á við”. Það er ekki hægt að setja Sissel í neinn ákveðinn flokk, hvorki klassískan-, popp- né þjóðlagaflokk. Rödd hennar hefur þokka hinnar klassísku dívu en hún hefur samt sem áður sinn eigin stíl sem skín í gegn. Bach kór Oslóborgar Bach kórinn í Osló er 60 manna kór sem sérhæfir sig í flutningi á verkum Bach en kórinn var stofnaður í Osló árið 1988 af Iver Kleive. Iver er einnig stjórnandi kórsins og tónlistarstjóri.Iver Kleive er mjög virtur í norsku tónlistarlífi og margverðlaunaður. Kórinn hefur náð frábærum árangri undir hans stjórn. Meðal verka sem kórinn hefur flutt eru Jólaóratórían, Messa í H moll, Magnificat og fjöldi cantata úr safni Johann Sebastian Bach. Kórinn hefur einnig flutt verk eins og Sálumessu Wolfgang Amadeus Mozart og Elijah eftir Mendelssohn. Sinfóníuhljómsveit Oslóborgar Oslo Symphony Orchestra er ein fremsta hljómsveit Norðmanna þegar kemur að reynslu og menntun liðsmanna. Rekstur sinfóníuhljómsveitarinnar er á einkavegum en hún var stofnuð árið 1927. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Sissel Kyrkjebø kom til landsins í morgun ásamt um það bil 120 manna fylgdarliði en hún mun syngja á þrennum tónleikum í Háskólabíói um helgina. Sissel var ánægð við komuna til landsins í morgun og sagðist hlakka til að fá loksins að syngja fyrir íslendinga. Uppselt er á þrenna tónleika en ennþá eru til miðar á aukatónleika sem Sinfóníhljómsveit Oslóarborgar og Oslóar Bachkórinn halda í Grafarvogskirkju á sunnudagskvöldið. Þar mun Sissel taka nokkur lög. Þetta er því síðasta tækifærið fyrir þá sem vilja sjá norsku söngkonuna syngja hér á landi. Norska söngstjarnan Sissel Kyrkjebø fæddist í Bergen í Noregi árið 1969. Hún hefur verið stjarna í Noregi frá barnsaldri en vakti fyrst athygli umheimsins á sér þegar hún söng með ótrúlegum glæsibrag í opnunar- og lokaathöfn Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer í Noregi árið 1994. Fyrir leikana fór hún í tónleikaferð um allan heim og tók upp opinbera lag Ólympíuleikanna “Fire in your heart” ásamt Plácido Domingo, sem náði mjög miklum vinsældum. Sissel syngur á móðurmáli sínu en einnig á ensku og latínu. Það má segja að stíl hennar svipi oft til írsku söngkonunnar Enya. Hún hefur meðal annars gefið út plöturnar Innerst I Sjelen og Deep Within My Soul og Gift of Love. Sissel söng lag í hinni gífurlega vinsælu kvikmynd Titanic sem fékk Óskarsverðlaun fyrir tónlist kvikmyndarinnar. Sú plata seldist í 24 milljónum eintaka. Hún hefur fetað sínir eigin slóðir og gaf út lagið “Prince Igor” árið 1997 með rapparanum Warren G sem var nokkurs konar blanda af hip hop og klassískum söng, það lag varð ótrúlega vinsælt um allan heim. Sissel hefur haldið fjöldamarga tónleika víðs vegar um heiminn og söng fyrir húsfylli í Carnegie Hall í New York ásamt the Chieftains árið 1997. Á hverju ári fer hún í jólatónleikaferð um Skandinavíu og á þá tónleika er oftast orðið uppselt strax í september. Hún hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsinu og var mikið lofuð fyrir leik sinn í hlutverki Maria von Trapp í Sound of Music og Sólveigar í verki Henrik Ibsen, Peer Gynt. Nýja platan hennar “My Heart” hefur náð gífurlegum vinsældum í Bandaríkjunum og hefur hún fylgt því eftir með tveggja mánaða tónleikaferðlagi þar.“Þetta er tónlistin sem er næst hjarta mínu þessa stundina” segir Sissel. “Ég vona að fólk muni hlusta, halla sér aftur, slappa af og njóta fegurðarinnar. Mér finnst okkur hafa tekist að búa til eitthvað ótrúlega fallegt”. Platan “My Heart” blandar saman ferskum nýjum popplögum við klassískar melódíur og óperuaríur sem allar eru fluttar af Sissel. “Nýja platan er ég, hin sanna ég” segir Sissel, “og ég held þú þurfir að hlusta á hana til að skilja hvað ég á við”. Það er ekki hægt að setja Sissel í neinn ákveðinn flokk, hvorki klassískan-, popp- né þjóðlagaflokk. Rödd hennar hefur þokka hinnar klassísku dívu en hún hefur samt sem áður sinn eigin stíl sem skín í gegn. Bach kór Oslóborgar Bach kórinn í Osló er 60 manna kór sem sérhæfir sig í flutningi á verkum Bach en kórinn var stofnaður í Osló árið 1988 af Iver Kleive. Iver er einnig stjórnandi kórsins og tónlistarstjóri.Iver Kleive er mjög virtur í norsku tónlistarlífi og margverðlaunaður. Kórinn hefur náð frábærum árangri undir hans stjórn. Meðal verka sem kórinn hefur flutt eru Jólaóratórían, Messa í H moll, Magnificat og fjöldi cantata úr safni Johann Sebastian Bach. Kórinn hefur einnig flutt verk eins og Sálumessu Wolfgang Amadeus Mozart og Elijah eftir Mendelssohn. Sinfóníuhljómsveit Oslóborgar Oslo Symphony Orchestra er ein fremsta hljómsveit Norðmanna þegar kemur að reynslu og menntun liðsmanna. Rekstur sinfóníuhljómsveitarinnar er á einkavegum en hún var stofnuð árið 1927.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira