Erlent

Þrjátíu létust í sprengjuárás

Í það minnsta þrjátíu manns létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás við nýliðaskráningu hersins í borginni Tal Afar í norðurhluta Íraks, þrjátíu og fimm að særðust í árásinni. Þetta er önnur sjálfsmorðssprengjuárásin í borginni á tveimur dögum þrátt fyrir fullyrðingar íraskra og bandaríska yfirvalda í síðasta mánuði um að þau hefðu upprætt sveitir vígamanna í borginni. Í gær létust tuttugu og fjórir í sprengjuárás á markaðstorgi og þrjátíu og sex særðust. Ofbeldi hefur færst mjög í aukana í Írak síðustu tvær vikurnar í aðdraganda kosninga um stjórnarskrá Íraks sem fram fer um næstu helgi. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×