Innlent

Meira af listum og menningu

Krsitín Loftsdóttir hélt í vikunni fyrirlestur í Reykjavíkur-akademíunni þar sem hún fjallaði um þá ímynd Afríku í samtímanum. Hún bjó í tvö ár í Níger þar sem hún aflaði sér gagna fyrir doktorsverkefni sitt. Það er náttúrlega erfitt að segja hvað er rétta ímyndin, Ég myndi frekar segja að Íslendingar hafi mjög einhæfa mynd af þessari stóru og fjölbreitilegu álfu þar sem við verðum mest vör við hörmungafréttir þar sem fólk í Afríku er fórnarlamb sem bíður eftir hjálp frá Vesturlöndum. Þetta hefur af sjálfsögðu mikil áhrif á ímynd álfunar. Einnig virðast miðlar leggja mikla áherslu á litarhátt en litla áherslu á líf í borgum nema þá ef um spillingu eða eitthvað þessháttar er að ræða. Ég tel að það mætti alveg fjalla meira um lista- og menningarlíf í Afríku og þá tel ég að þessi gríðarlega fjölbreytni sem álfan býr yfir kæmi vel í ljós. Á þeim vettvangi eru líka fólkið þar gerendur en ekki fórnarlömb eins og við sjáum það það svo oft. Ég var einnig vör við það þegar hingað komu fræðimenn frá Afríku fyrir nokkru að fólk hér á landi var spennt fyrir því sem þeir höfðu fram að færa. Hvernig líta Nígerbúar á Evrópubúa? Ég var því miður nokkuð vör við það að fólk af WoDaaBe ættbálknum, sem ég kynntist mest, litu á Evrópubúa sem nokkurskonar nýlenduherra ennþá þannig að þeir sjá Evrópumenn fyrir sér sem ríka og drottnandi. Mér er minnisstætt að nokkrir þeirra sem komið höfðu til Evrópu voru hissa á því að hafa séð þar hvítt fólk að betla, það var eitthvað sem kom þeim verulega á óvart. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×