Erlent

Besti bjórinn búinn til í klaustri

Besti bjór í heimi er framleiddur í klaustri í Belgíu ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðunni ratebeer.com. Þúsundir bjóráhugamanna frá 65 löndum tóku þátt í könnuninni og flestir voru á því að Westvleteren 12 væri sá allra besti. Bjórinn framleiða 30 munkar í klaustri heilags Sixtusar af Westvleteren í vesturhluta Belgíu á milli þess sem þeir biðjast fyrir og sinna almennum rekstri klaustursins. Þessar óvæntu niðurstöður hafa leitt til þess að bjórinn er nú uppseldur, en brugghús munkanna mun ekki vera stórt. Að sögn ábótans er ekki ætlunin að auka framleiðsluna enda séu þeir fyrst og fremst munkar, ekki bruggarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×