Innlent

Skíðasvæði við borgina lokuð

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og í Skálafelli eru lokuð vegna hlýinda. Önnur helstu skíðasvæði landsins eru hins vegar opin. Vorfæri er í Hlíðarfjalli og er Stomplyftan opin til suðurs og niður Suðurbakka. Fólk er þó beðið um að fara varlega þar sem grunnt er á grjót utan hefðbundinna skíðaleiða. Þar verður opið til klukkan fimm í dag. Efsta lyftan á skíðasvæði Ísafjarðar er opin til klukkan fimm í dag. Skíðaiðkendur geta rennt sér fjórar mismunandi leiðir niður fjallið í blíðskaparveðri og ágætis færi. Í Tindastóli ofan Sauðárkróks verður opið til fimm síðdegis. Að sögn umsjónarmanns er nægur snjór og ágætt veður, léttskýjað og fjögurra stiga hiti. Skíðasvæðið á Siglufirði er einnig opið til klukkan fimm í dag. Að sögn umsjónarmanns svæðisins er vorfæri en allar lyftur eru opnar og nægur snjór er efst í fjallinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×