Sport

Hermann verður fyrirliði

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Charlton, verður fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Króötum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Zagreb á laugardag. Hann tekur við fyrirliðabandinu af Eiði Smára Guðjohnsen sem gefur ekki kost á sér vegna meiðsla. Hannes Þ. Sigurðsson sem leikur með Viking í Stafangri tekur stöðu Eiðs Smára í liðinu, en Hannes leikur einnig með ungmennalandsliðinu sem mætir Króötum á föstudag. Heiðar Helguson, leikmaður Watford, gat ekki æft með íslenska liðinu í gær vegna meiðsla en reiknað er með að hann verði klár í slaginn á laugardag. Eins og komið hefur fram í fréttum verður leikur Íslands og Króatíu sýndur beint á Sýn klukkan fimm á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×