Innlent

Illa búin ásamt barni í Þórsmörk

Lögreglan á Hvolsvelli hafði afskipti af þýskri ferðakonu, sem var komin langleiðina inn í Þórsmörk undir kvöld í gær, ásamt þriggja ára gömlu barni sínu og voru þau bæði mjög illa búin þrátt fyrir slæmt veður. Í ljós kom að konan ætlaði með barn sitt á puttanum í útilegu í Þórsmörk en hafði ekki áttað sig á nauðsyn skjólfatnaðar og viðlegubúnaðar. Var henni því snúð við og flutt austur í Vík þaðan sem hún verður flutt áfram austur á bóginn í dag til móts við Norrænu, sem kemur til Seyðisfjarðar á fimmtudag, en mæðginin komu með henni til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×