Lífið

Snorri Sturluson í metsölubók

Voldug öfl sem svífast einskis og tvöþúsund ára gömul leyndarmál sem gætu breytt gangi sögunnar eru mikilvægur hluti fléttunnar í bókinni Við enda hringsins. Höfundurinn er hér á landi við rannsóknir, því í framhaldsbókinni mun meðal annars koma í ljós að sjálfur Snorri Sturluson er hluti þessarar miklu ráðgátu. Tom Egeland gaf út bókina sína, Við enda hringsins, í Noregi 2001. Hún seldist ágætlega og vakti athygli fyrir frumlega fléttu: aðalsöguhetjan er albínói og sagan snýst um leyndarmál sem gætu breytt skilningi manna á kristni og vestrænni sögu. Nokkru síðar kom út metsölubókin DaVinci lykillinn, þar sem söguþráðurinn er á margan hátt líkur, og þá fyrst vaknaði áhugi manna á bók Egelands. Þegar vel gengur er freistandi að halda sögunni áfram og Egeland undirbýr nú framhaldsbók, þar sem í ljós kemur að lykillinn að ráðgátunni er meðal annars að finna í handritum Snorra Sturlusonar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.