Innlent

Flugmálafélag Íslands vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

MYND/Mats Wibe Lund

Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslandssegja óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinuog ennfráleitara er að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur.Þetta kemur fram í samþykkt félagsins frá síðasta ársfundi. Þeir benda einnig á að þrátt fyrir aðflugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar taki nokkurt landrými þáþjónustan og starfsemin sem flugvöllurinn veitir nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni.

Að mati félagsmanna eru ástæðurfyrir mikilvægi þess aðflugvöllurinn sé staðsettur á höfuðborgarsvæðinu einkumþær að nærallt sjúkraflug landsins fer um Reykjavíkurflugvöll, einnig er flugvöllurinn trygg tenging milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar.Þeir segja einnig mikilvægt að vegnaflugöryggissjónarmiðamjög mikilvægt að hafa tvo stóra flugvelli á suð-vesturlandiog benda á að innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll er verulegum vandkvæðum bundið.Einnig þarf leiguflug, kennsluflug, einkaflug og annað þjónustuflug þarf að vera staðsett innan höfuðborgarsvæðisins.

Einnig benda félagsmenn á að höfuðborgir allra Evrópulandaséumeð flugvöll staðsettan nær miðborg en Keflavíkurflugvöllur er. Þar af er helmingur höfuðborga með flugvöll í innan við 10 km fjarlægð frá miðborg. Evrópubúar telja þannig mikilvægt að vera í góðum flugtengslum þrátt fyrir góðar landsamgöngur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×