Innlent

Segir R-listann svíkja samkomulag

R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. Hins vegar hefði Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, tilkynnt að hann myndi flytja tillögu á fundi skipulagsráðs sem var í gær. Með því sé verið að svíkja samkomulagið við F-listann. Ekki náðist í borgarstjóra eða Dag B. Eggertsson vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×