Svipað og í olíukreppunni 2. september 2005 00:01 Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Verð á eldsneyti hefur nú náð svipuðum hæðum og í olíukreppunni á áttunda áratugnum, eftir verðhækkun í gær, sem er rakin til áhrifa frá fellibylnum Katrínu. Útgerðin tapar um fjórum milljörðum á ári vegna hækkana á gasolíu sem hefur hækkað um fjörutíu og átta prósent á einu ári. Skattar nema tæpum 66 krónum af hverjum seldum bensínlítra í sjálfsafgreiðslu sem kostar 117. Álagningin er há en það er hún einnig í nágrannalöndum okkar. Hátt verð á bensíni hér hefur því einkum ráðist af fjarlægð við markaði, dreifbýli og fákeppni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skattar hér á landi séu ekki ólíkir því sem þekkist í Norður-Evrópu en benda megi á það að Íslendingar beri sig þá saman við þá sem séu með hæstu skatta á eldsneyti sem þekkist. Nágrannar Íslendinga í Skandinavíu hafi allt aðra möguleika varðandi almenningssamgöngur þannig að valkostirnir séu fleiri. Tæplega fjórtán þúsund undirskriftir söfnuðust í undirskriftasöfnum félagsins þar sem skorað er á fjármálaráðherra að lækka skatta á eldsneyti. Hann fékk listana afhenta í gær. Runólfur segir ráðherra hafa tekið við listunum en hafi engin vilyrði gefið um viðbrögð. Það valdi vonbrigðum. FÍB hafi fengið svar frá ráðuneytinu 18. desember þar sem öllum inngripum hafi verið hafnað en síðan hafi fellibylurinn Katrín riðið yfir þannig að ástandið sé allt öðruvísi nú en um miðjan ágúst. Það sé sjálfsögð krafa að kjörnir fulltrúar landsins taki við sér og það sé óþolandi að menn geti stungið höfðinu í sandinn og sagt að það sé ekkert hægt að gera. Flotaolía sem er ekki skattlögð hækkaði um eina og hálfa krónu á lítrann í gær og hefur að meðaltali hækkað um 46 prósent milli ára og tap útgerðarinnar vegna þessa er um fjórir milljarðar á ári. Flotaolían á heimsmarkaði hefur hins vegar hækkað um 88 prósent og útlitið því ískyggilegt. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, segir að menn verði að vona að markaðurinn jafni sig aftur en verði þessi þróun áfram muni það íþyngja sjávarútveginum allverulega. Hann megi ekki við miklu sem stendur vegna þess að gengi krónunnar hafi hækkað mjög mikið undanfarin misseri og staðan almennt að versna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira