Innlent

Keyra lengur frá 15. október

Stjórn Strætós bs. samþykkti á fundi sínum í morgun tillögur að úrbótum á nýja leiðakerfinu, sem koma eiga til móts við athugasemdir sem borist hafa eftir að leiðakerfið var tekið í notkun þann 23. júlí síðastliðinn. Í tillögum stjórnar Strætóa er sérstaklega tekið tillit til þarfa vaktavinnufólks á heilbrigðisstofnunum og verður þjónustutími á ákveðnum leiðum lengdur til miðnættis frá og með 15. október. Samþykkt var að gera lagfæringar á tímatöflum þeirra leiða þar sem erfiðlega hefur tekist að halda áætlun. Þá verða tengingar á skiptistöðvum milli leiða athugaðar sérstaklega og lagfærðar eftir því sem unnt er en þessar breytingar kalla á fleiri vagna en gert var ráð fyrir við upptöku leiðakerfisins. Að lokum var samþykkt að hefjast handa við úttekt á leiðakerfinu þar sem sérstaklega verði hugað að athugasemdum og ábendingum frá vagnstjórum og farþegum og enn fremur kannað viðhorf til leiðakerfisins og þjónustutímans. Niðurstöður úttektarinnar verða nýttar við endurskoðun leiðakerfisins, sem gert er ráð fyrir að geti orðið um áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×