Sport

Króatar komnir yfir

Nico Kovac hefur komið Króatíu yfir gegn Íslandi í leik liðanna í undankeppni HM í knattspyrnu en leikið er í Zagreb í Króatíu. Markið kom eftir aukaspyrnu á 38. mínútu leiksins en Indriði Sigurðsson hafði brotið fólskulega af sér og fékk gult spjald fyrir. Króatar hafa ráðið gangi leiksins eins og við var að búast og verið 66% leiksins með boltann. Dado Prso hefur fengið gult spjald í liði heimamanna en Heiðar Helguson og Indriði Sigurðsson hafa fengið gult spjald fyrir óþarfa brot og verða báðir í leikbanni í næsta leik gegn Ungverjum á Laugardalsvelli 4. júní í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×