Margir urðu strandaglópar 16. apríl 2005 00:01 Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Einn þeirra sem misstu af fluginu var Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra sem staddur var á Ísafirði og átti bókað flugfar til Reykjavíkur. Samgönguráðherra greip að lokum til þess ráðs að nýta sér annan samgöngumáta og keyrði suður. Að sögn Þórðar Björnssonar, þjónustustjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, á að reyna að koma öllum á áfangastað í dag; bæði þeim sem áttu bókað í gær og eins þeim sem eiga bókað í dag. Var verið að reyna að fá aukavélar til þess þegar Fréttablaðið fór í prentun. Herjólfur komst í hann krappan vegna óveðursins en þegar hann kom að bryggju festist dekk sem hafði fokið af bryggjunni í skrúfu skipsins og lét Herjólfur þá ekki að stjórn og var næstum því búinn að reka afturendann í klappirnar. Það tókst að afstýra þeim árekstri með snarræði og það var svo Lóðsinn, dráttarbátur þeirra eyjarskeggja, sem kom Herjólfi heilum í höfn. Að sögn lögreglu er ljóst að illa hefði farið hefði afturendinn rekist í klappirnar og skemmdir hefðu orðið verulegar. Að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings var víða allhvasst og fór vindurinn til dæmis upp í 46 metra á sekúndu á Hafnarfjalli. Allhvasst var einnig á Suðurnesjum og var lögreglan í Keflavík kölluð út þar sem þakplötur fuku af nýbyggingu í Vogum. Veðrið var mun betra á norðanverðu landinu en sunnan- og vestanverðu. Að sögn lögreglunar á Húsavík var sólarglenna og tíu stiga hiti og menn á stuttermabol. Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Einn þeirra sem misstu af fluginu var Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra sem staddur var á Ísafirði og átti bókað flugfar til Reykjavíkur. Samgönguráðherra greip að lokum til þess ráðs að nýta sér annan samgöngumáta og keyrði suður. Að sögn Þórðar Björnssonar, þjónustustjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, á að reyna að koma öllum á áfangastað í dag; bæði þeim sem áttu bókað í gær og eins þeim sem eiga bókað í dag. Var verið að reyna að fá aukavélar til þess þegar Fréttablaðið fór í prentun. Herjólfur komst í hann krappan vegna óveðursins en þegar hann kom að bryggju festist dekk sem hafði fokið af bryggjunni í skrúfu skipsins og lét Herjólfur þá ekki að stjórn og var næstum því búinn að reka afturendann í klappirnar. Það tókst að afstýra þeim árekstri með snarræði og það var svo Lóðsinn, dráttarbátur þeirra eyjarskeggja, sem kom Herjólfi heilum í höfn. Að sögn lögreglu er ljóst að illa hefði farið hefði afturendinn rekist í klappirnar og skemmdir hefðu orðið verulegar. Að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings var víða allhvasst og fór vindurinn til dæmis upp í 46 metra á sekúndu á Hafnarfjalli. Allhvasst var einnig á Suðurnesjum og var lögreglan í Keflavík kölluð út þar sem þakplötur fuku af nýbyggingu í Vogum. Veðrið var mun betra á norðanverðu landinu en sunnan- og vestanverðu. Að sögn lögreglunar á Húsavík var sólarglenna og tíu stiga hiti og menn á stuttermabol.
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira