Margir urðu strandaglópar 16. apríl 2005 00:01 Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Einn þeirra sem misstu af fluginu var Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra sem staddur var á Ísafirði og átti bókað flugfar til Reykjavíkur. Samgönguráðherra greip að lokum til þess ráðs að nýta sér annan samgöngumáta og keyrði suður. Að sögn Þórðar Björnssonar, þjónustustjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, á að reyna að koma öllum á áfangastað í dag; bæði þeim sem áttu bókað í gær og eins þeim sem eiga bókað í dag. Var verið að reyna að fá aukavélar til þess þegar Fréttablaðið fór í prentun. Herjólfur komst í hann krappan vegna óveðursins en þegar hann kom að bryggju festist dekk sem hafði fokið af bryggjunni í skrúfu skipsins og lét Herjólfur þá ekki að stjórn og var næstum því búinn að reka afturendann í klappirnar. Það tókst að afstýra þeim árekstri með snarræði og það var svo Lóðsinn, dráttarbátur þeirra eyjarskeggja, sem kom Herjólfi heilum í höfn. Að sögn lögreglu er ljóst að illa hefði farið hefði afturendinn rekist í klappirnar og skemmdir hefðu orðið verulegar. Að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings var víða allhvasst og fór vindurinn til dæmis upp í 46 metra á sekúndu á Hafnarfjalli. Allhvasst var einnig á Suðurnesjum og var lögreglan í Keflavík kölluð út þar sem þakplötur fuku af nýbyggingu í Vogum. Veðrið var mun betra á norðanverðu landinu en sunnan- og vestanverðu. Að sögn lögreglunar á Húsavík var sólarglenna og tíu stiga hiti og menn á stuttermabol. Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Allt innanlandsflug lá niðri í gær vegna vonskuveðurs á Suður- og Vesturlandi. Rúmlega 300 farþegar sem áttu bókað flugfar frá Reykjavík til Akureyrar, Egilsstaða eða Ísafjarðar urðu að fresta ferðum sínum. Einnig áttu rúmlega þrjú hundruð farþegar bókað far til Reykjavíkur þannig að margir sátu veðurtepptir á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Einn þeirra sem misstu af fluginu var Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra sem staddur var á Ísafirði og átti bókað flugfar til Reykjavíkur. Samgönguráðherra greip að lokum til þess ráðs að nýta sér annan samgöngumáta og keyrði suður. Að sögn Þórðar Björnssonar, þjónustustjóra Flugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli, á að reyna að koma öllum á áfangastað í dag; bæði þeim sem áttu bókað í gær og eins þeim sem eiga bókað í dag. Var verið að reyna að fá aukavélar til þess þegar Fréttablaðið fór í prentun. Herjólfur komst í hann krappan vegna óveðursins en þegar hann kom að bryggju festist dekk sem hafði fokið af bryggjunni í skrúfu skipsins og lét Herjólfur þá ekki að stjórn og var næstum því búinn að reka afturendann í klappirnar. Það tókst að afstýra þeim árekstri með snarræði og það var svo Lóðsinn, dráttarbátur þeirra eyjarskeggja, sem kom Herjólfi heilum í höfn. Að sögn lögreglu er ljóst að illa hefði farið hefði afturendinn rekist í klappirnar og skemmdir hefðu orðið verulegar. Að sögn Þorsteins Jónssonar veðurfræðings var víða allhvasst og fór vindurinn til dæmis upp í 46 metra á sekúndu á Hafnarfjalli. Allhvasst var einnig á Suðurnesjum og var lögreglan í Keflavík kölluð út þar sem þakplötur fuku af nýbyggingu í Vogum. Veðrið var mun betra á norðanverðu landinu en sunnan- og vestanverðu. Að sögn lögreglunar á Húsavík var sólarglenna og tíu stiga hiti og menn á stuttermabol.
Fréttir Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira