Erlent

Gagnrýndi stjórn Berlusconis

Romano Prodi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Berlusconi, forsætisráðherra ítalíu, harkalega á fjöldafundi í gær. Prodi sakaði Berlusconi um að nota stjórnvöld til að koma eigin hugðarefnum á framfæri og gagnrýndi fjárlög ríkisstjórnarninnar. Þá fordæmdi Prodi Berlusconi fyrir að draga Ítali inn í stríðið í Írak þrátt fyrir mikla andstöðu. Berlusconi gaf lítið fyrir ræðu Prodis og neitaði öllum ásökunum. Prodi og Berlusconi þykja líklegir til að berjast um forsætisráðherrastólinn í næstu þingkosningum sem fram fara snemma á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×