Erlent

Tala látinna hækkar

MYND/AP
Enn berast fregnir af mannfalli í jarðskjálftanum sem reið yfir Pakistan, Indland og Afganistan í fyrrinótt. Nýjustu fregnir herma að mannfallið hafi verið allt að 30 þúsund manns. Langverst úti varð pakistanski hluti Kasmír-héraðs en þar létust um eða yfir tuttugu þúsund. Athygli hefur vakið að Indverjar hafa boðið Pakistönum neyðaraðstoð en þjóðirnar hafa eldað saman grátt silfur um áratuga skeið. Skjálftinn var 7,6 á Richter og hefur sterkari skjálfti ekki mælst á þessu svæði í meira en öld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×