Erlent

Átján teknir í gíslingu

Vopnaðir menn tóku átján starfsmenn Afríkusambandsins í gíslingu í Darfur héraði í Súdan. Ekki er vitað hverjir standa að baki gíslatökunni en gíslunum er haldið í bænum Tine á landamærum Súdan og Tsjad. Fólkið var tekið í gíslingu degi eftir að tveir friðargæsluliðar og tveir verktakar á vegum Afríkusambandsins voru skotnir til bana í fyrirsát Súdanska frelsishernum, stærstu hreyfingu uppreisnarmanna er kennt um þá árás.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×