Erlent

Þjófar stálu sundlaug

Fátt er svo fast að þjófar geti ekki stolið því. Að því komst Norðmaðurinn Arild Nicolaysen þegar hann kom að sumarbústað sínum og sá að þjófar höfðu haft sundlaugina á brott. Þjófarnir hafa verið afar ákveðnir því það er meira en að segja það að stela sundlauginni, sem var grafin í jörðina og boltuð niður. Það kom þó ekki í veg fyrir að þeir losuðu um sundlaugina, flyttu á bílpall og héldu á brott með hana. Þjófarnir tóku líka allan búnað sem tengdist sundlauginni og hefur það væntanlega tekið þá nokkurn tíma að ná öllu upp úr jörðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×