Erlent

Gamalt vín á nýjum belgjum

Ahmed Qureia forsætisráðherra tryggði sér stuðning tuga þingmanna við breytta ríkisstjórn á stormasömum fundi með þingmönnum Fatah-hreyfingarinnar í fyrrinótt. Óvíst er hins vegar hversu langt það dugir því mikillar andstöðu gætir meðal þingmanna við nýju ríkisstjórnina. Það sem vakti óánægju er hversu litlar breytingar verða á ríkisstjórninni. Einungis fjórir koma nýir inn í ríkisstjórnina en í henni sitja 24 ráðherrar. "Þetta er nýtt ráðuneyti með gömlum andlitum vegna þess að núverandi forysta trúir ekki á breytingar," sagði stjórnmálaskýrandinn Hani al-Masri. Viðbúið er að nýja stjórnin sitji aðeins í fáa mánuði, staðfesti þingheimur hana, og að ný stjórn taki við eftir kosningar í maí. Ísraelar slepptu í gær 500 palestínskum föngum úr fangelsi. Föngunum var vel fagnað þegar þeir sneru aftur á Vesturbakkann og Gaza. Einn áhorfandi lét lífið þegar hann var skotinn af slysni þegar skotið var upp í loft til að fagna lausn fanganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×