Erlent

Aðför að lífinu

Háttsettur kardínáli í Páfagarði, Jose Saraiva Martins, segir að hvernig staðið hefði verið að máli Terris Schiavos væri „aðför að lífinu“. Terri lést á sjúkrahúsi á Flórída í dag eftir að hafa verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga. Kardínálinn segir lífið vera heilagt og að það verði að virða til hinsta dags. „Það má ekki flýta fyrir endalokum lífs. Lífið er það mikilvægasta sem við eigum,“ sagði Martins þegar fréttin af andláti Terris barst um heimsbyggðina. Dómstóll í Flórída komst að þeirri niðurstöðu að hætta bæri að gefa Terri næringu þar sem sýnt hefði verið fram á að heilastarfsemi hennar yrði í lágmarki til æviloka. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gærkvöldi í sjötta sinn kröfu um að hefja næringargjöf til Terris á nýjan leik.  Terri Schiavo var 41 árs þegar hún lést.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×