Erlent

Terri Schiavo látin

Terri Schiavo er látin. Hún hafði verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga eftir að dómstóll í Flórída komst að þeirri niðurstöðu að hætta bæri að gefa henni næringu þar sem sýnt hefði verið fram á að heilastarfsemi hennar yrði í lágmarki til æviloka. Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gærkvöldi í sjötta sinn kröfu um að hefja næringargjöf til Terris á nýjan leik.  Dómarinn í Flórída sem hafnaði kröfu foreldra Terris um að hún fengi á ný næringu hefur verið kallaður morðingi af ýmsum trúarhópum og baráttusamtökum gegn fóstureyðingum eftir að hún lést.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×