Erlent

FDLR leggur niður vopn

FDLR, uppreisnarhópur Hútúa í Rúanda, sá hinn sami og ber ábyrgð á fjöldamorðunum á Tútsum í landinu, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja niður vopn. Samningaviðræður hafa staðið yfir í Róm á Ítalíu í tvo daga og þetta varð niðurstaðan. Að minnsta kosti tíu þúsund vopnaðir uppreisnarmenn eru í FDLR og margir þeirra tóku þátt í fjöldamorðunum þegar um 800 þúsund Tútsar voru myrtir á eitt hundrað dögum árið 1994. Hópurinn, sem hefur haft aðsetur í Kongó, segist núna ætla að breyta starfsemi sinni í löglegan stjórnmálaflokk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×