Erlent

Áfengisneysla aðaldánarorsökin

Heilbrigðisyfirvöld í smáríkinu Bútan sem er í Himalaya-fjallgarðinum hafa áhyggjur af stóraukinni áfengissýki í landinu þar sem óhófleg áfengisneysla er orðin aðaldánarorsök fullorðinna Bútanbúa. Rík hefð er fyrir áfengisdrykkju í landinu og heimabruggað hrísgrjónaáfengi er notað við nánast öll gefin tækifæri, hvort sem það er við trúarlegar athafnir, til að fagna fæðingum barna eða brúðkaupum. Konungsríkið Bútan er eitthvert afskekktasta land í heiminum. Þar búa um tvær milljónir manna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×