Erlent

Bretaprins blótaði ljósmyndurum

Karl Bretaprins hafði ekki varann á sér þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku með sonum sínum, Vilhjálmi og Haraldi, í morgun og muldur sem synirnir áttu bara að heyra náðist á upptökutæki fréttamanns. Þar heyrist vel þegar prinsinn lýsir því yfir að hann þoli ekki svona uppákomur og svo blótar hann ljósmyndurunum og kallar þá bannsetta. Feðgarnir eru staddir í árlegri vorskíðaferð sinni í Klosters í Sviss en í næstu viku mun Karl ganga að eiga heitkonu sína, Camillu Parker Bowles.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×