Innlent

Afskipti ríkisins orsakavaldurinn

MYND/Reuters

Stjórn Vefmiðlunar ehf., sem rekur nokkur af stærri vefsvæðum landsins, segir afskipti ríkisins af fjármögnun og rekstri Farice-sæstrengsins hafa haft ráðandi áhrif á þann vandræðagangs fyrirtækisins sem orðið hefur í Skotlandi undanfarið.

Strengurinn hefur ítrekað orðið fyrir hnjaski þar á undanförnum vikum og mánuðum. Vefmiðlun segir illa ígrunduð sparnaðarsjónarmið ríkisins við lagningu landlínunnar hafa verið

helsti orsakavald sambandsslita að undanförnu. Fyrirtækið kveðst samt sem áður ætla að halda áfram öllum netþjónum sínum hérlendis, þrátt fyrir flótta tæknifyrirtækja með netþjóna sína til útlanda að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×