Erlent

Þurfti að „umbera“ finnskan mat

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur tekist að móðga Finna svo herfilega með athugasemdum um matinn þeirra og forsetann að margir Finnar hyggjast hætta að kaupa ítalskar vörur. Berlusconi ku hafa sagt að hann hefði þurft að umbera finnskan mat einhvern tímann og hann hefði þurft að beita öllum glaumgosabrögðum sínum til að sannfæra Törju Halonen, forseta Finnlands, um að hætta að sækjast eftir að fá Evrópsku matvælaöryggisstofnunina til Finnlands. Hann leyfði sér einnig að segja að ítölsk skinka væri betri en finnsk síld. Finnar fagna miðsumri um helgina og hvetja margir framámenn til þess að ítölsk vín og matvara verði sniðgengin þegar keypt er inn til hátíðahaldanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×