Vonlaust að þagga niður í Össuri 19. júlí 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segist ekki útiloka að hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar í Reykjavík. "En mér hefur ekki flogið þetta í hug. Það er skemmtilegt hvað menn eru hugmyndaríkir. Ég er þingmaður borgarbúa og ég hef mikinn áhuga á málefnum Reykjavíkurlistans. Ég vil ekki að þau málefni verði lokuð af í bakherbergjum flokksmaskínanna. Ég hef sterkar skoðanir á því sem Reykjavíkurlistinn hefur vel gert og líka á því sem mér finnst þurfa að lagfæra. Ég læt engan þagga niður í mér hvort sem það varðar málefni gæslukvenna eða viðhorf mín um að allir stuðningsmenn listans eigi að fá kost á að velja frambjóðendur eða borgarstjóraefni," segir Össur. Aðspurður um hvort hann myndi íhuga að gefa kost á sér ef til hans yrði leitað segir Össur. "Þetta kemur svo algjörlega flatt upp á mig að ég hef ekkert meira um þetta að segja í bili." Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að Össur geti tekið þátt í prófkjöri eins og aðrir. "Ég hef alltaf verið talsmaður þess að það verði sem opnast val og víðtækust þátttaka um það hvernig Reykjavíkurlistinn verður til og það hlýtur að fela í sér að Össur getur verið með eins og allir aðrir. En eins og öllum er kunnugt hefur enginn reynt að þagga niður í honum síðustu daga enda er það vonlaust," segri Stefán Jón. Steinunn V. Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að mögulegt framboð Össurar hafi engin áhrif á hennar áform og hún hafi lítið um það að segja. "Það er algjörlega mál þeirra sem vilja fara fram. Mér finnst mestu máli skipta að sá sem verður borgarstjóraefni R-listans geti unnið með samstarfsflokkunum að því gefnu að af framboði R-listans verði og það tel ég mig geta," segir Steinunn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira