
Innlent
Ekki búið að funda með öryrkjum
Fulltrúar Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtaka lífeyrissjóða hafa enn ekki fundað vegna bréfs sem um 1.300 öryrkjar fengu á dögunum þar sem þeir voru krafðir um skattframtöl síðustu þriggja ára fyrir örorkumat. Öryrkjabandalag Íslands óskaði eftir slíkum fundi í síðustu viku. Ekki er búist við að fundurinn verði haldinn í þessum mánuði vegna sumarleyfa en samkvæmt heimildum blaðsins hefur verið rætt um halda hann í ágúst.