Innlent

Hæstánægð

Íslendingar eru hæstánægðir og láta vel af sér í starfi hjá Impregilo á Kárahnjúkum. Jóna Lilja Pétursdóttir er ein þeirra en hún er fyrrverandi sundlaugarstarfsmaður í Kópavogi. Jóna Lilja starfar í þvottahúsi Impregilo og hefur unnið þar nú í nokkra mánuði. Í þvottahúsinu starfa nokkrar konur af ýmsu þjóðerni. Þegar Fréttablaðið var í heimsókn voru þær bara þrjár, enda starfsemin bara að komast í gang eftir jólin, en oftast eru þær fleiri. Í þvottahúsinu er allur persónulegur þvottur starfsmanna þveginn einu sinni í viku og gengið frá honum, straujuðum og samanbrotnum. Jóna Lilja lætur vel af starfinu. Hún hafi komið þarna til starfa af tilviljun í gegnum vinkonu sem hafi haft milligöngu um starfið, hún hafi slegið til í gríni og sé alls ekki eftir því. Einn af stóru kostunum við Kárahnjúka segir Jóna Lilja sé til dæmis að ekki er hægt að eyða peningum eins og í bænum. Samfélagið þarna og vinnan sé líka ágætis útrás fyrir ævintýraþörfina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×