Lífið

Svöl tískusýning í Skautahöllinni

Einhver svalasta tískusýning sem haldin hefur verið hérlendis var í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Þar kom ríka og fræga fólkið saman og barði augum nýjustu flíkur Mosaic Fashion samsteypunnar. Tískusýning Mosaic Fashion, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group og Kaupþings banka, þótti hin glæsilegasta, enda ekkert til sparað. Einungis boðsgestir fengu að upplifa herlegheitin. Mosaic Fashion á og rekur meira en 600 kvenfataverslanir undir merkjum Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles og eru flestar verslanir í Bretlandi en þrjár verslanir eru á Íslandi. Íslenskar og erlendar fyrirsætur sýndu nýjustu flíkurnar í þessum merkjum á glæsilegum sýningarpalli sem settur hafði verið upp í Skautahöllinni. Eftir tískusýninguna var gestum boðið upp á léttar veitingar í partýi sem stóð fram eftir kvöldi. Vafalítið hafa þeir verið ánægðir með sýninguna, að minnsta kosti var það mál manna að hér væri á ferðinni einhver svalasta og flottasta tískusýning sem haldin hefði verið hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.