Davíð vill í öryggisráðið 18. mars 2005 00:01 "Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
"Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira