Davíð vill í öryggisráðið 18. mars 2005 00:01 "Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
"Það er skylda Íslendinga að axla þá ábyrgð sem fylgir því að sitja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Við erum þátttakendur og nánast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum og það horfir undarlega við ef við erum nánast eina þjóðin í heiminum sem ekki vill axla þá ábyrgð að eiga þarna setu að minnsta kosti einu sinni," segir Davíð. "Við erum ekki í þessu einir heldur í samráði við hin Norðurlöndin. Ísland er það ríki Norðurlandanna sem sækist eftir setu í ráðinu nú með stuðningi allra hinna. Þetta er ekki okkar ákvörðun einna," segir Davíð. Hann bendir á að ákvörðunin hafi verið tekin 1998. Hugmyndin hafi hins vegar komið frá Geir Hallgrímssyni í utanríkisráðherratíð hans á árunum 1983 til 1986. "Við höfum verið lengi að hugsa okkur um og erum ekki að ana út í þetta. Það fer hins vegar að líða að þessu og því höfum við verið að fara yfir fjármálin og kanna hverjir möguleikar okkar séu," segir Davíð. Hann segist hafa kynnt í utanríkismálanefnd áætlun yfir kostnað sem hlytist af framboðinu og rekstrarkostnað ef Ísland hlýtur kosningu í ráðið. "Það er afskaplega erfitt að ábyrgjast einhverjar tölur í þessu samhengi þótt kostnaðurinn hafi verið áætlaður á bilinu sex til sjöhundruð milljónir. Ég hef óttast það að talan kunni að hækka þegar við erum komnir í slaginn," segir Davíð. Hann bendir jafnframt á að staða Íslands hafi breyst frá því að ákvörðunin var tekin og því hafi málið verið skoðað vandlega að undanförnu. "Í staðinn fyrir að við töldum að við yrðum aðeins tvær þjóðir frá þessu svæði, þá verða þær þrjár, en auk okkar hafa Tyrkir og Austurríkismenn tilkynnt að þeir muni sækjast eftir sæti," segir Davíð. Spurður hversu mikla þýðingu það hafi fyrir Íslendinga að ná sæti í öryggisráðinu segir hann að það sé metnaðarmál flestra ríkja. "Það hafa miklu fátækari og minni ríki en við axlað þessar byrðar. Aðeins örfá ríki hafa ekki viljað axla þá ábyrgð sem fylgir setu í öryggisráðinu í tvö ár," segir Davíð. "Það er ekki endilega víst að það verði okkur alltaf til framdráttar því fulltrúi okkar yrði að taka ákvarðanir sem yrðu kannski óvinsælar á köflum. Menn geta verið að styggja hina og þessa eftir því hvernig atkvæði myndu falla hverju sinni þannig að það má deila um það hvort við græðum á þessu," segir Davíð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira