Hátt í 300 ný störf 18. mars 2005 00:01 Hátt í 300 ný, bein störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur, sem nú er rætt um að rísi á Húsavík og nágrenni, verða að veruleika, segir Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Þessar þrjár verksmiðjur sem um ræðir eru glúkósamínsverksmiðjan, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær, polyol - verksmiðja sem er á teikniborðinu og loks álver. Polyol er flokkur efna, sem unnin er úr sykri í stað olíu eins og áður var, að sögn Tryggva Finnssonar framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Hann sagði að framleiðslan væri í tilraunaferli erlendis eins og er, en mikla orku þurfi til framleiðslunnar. Þar kæmi Húsavík inn í myndina. Bjarni sagði að ríkið myndi verja hluta af andvirði Kísiliðjunnar til þessarar verksmiðju. "Glúkosamín verkasmiðja hér er mjög mikilvægt og gott mál," sagði Aðalsteinn Baldursson. "Auk allra annara kosta þá verður rækjuhratið, sem menn þurfa að urða með ærnum tilkostnaði í dag, notað við framleiðslu á kítíni og síðar glúkosamíni. Að þessu þarf að koma allur skalinn, sérfræðingar til almennra verkamanna." Varðandi staðsetningu álvers benti Aðalsteinn á að kjöraðstæður væru fyrir það á Húsavík. Þar væri gott land, góð höfn sem tilbúin yrði á næsta ári, auk þess sem stutt væri í orkuna. Ýmsir hafa sýnt áhuga á því að reisa álver á þessum slóðum, mismikinn þó. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Norðurál talið þar fremst í flokki, en fulltrúar þess hafi verið mikið á ferðinni á Húsavík til að skoða aðstæður, síðast nú í vikunni. "Við viljum að orkan sé nýtt hér heima fyrir," sagði Aðalsteinn. "Við erum tilbúnir til að taka við þessum fyrirtækjum. Við erum hér með öflugar sveitir og við sjáum fyrir okkur að þau hefðu svo mikil margfeldisáhrif að þau myndu styrkja landbúnaðinn. Með öðrum orðum, menn gætu unnið með búskapnum, sem hefur ekki rekstrarlega góða stöðu í dag. Við erum bjartsýnir hér, sem sýnir sig í því að hér er mjög lífleg sala í húsum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu." Fréttir Innlent Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Hátt í 300 ný, bein störf verða til ef þær þrjár verksmiðjur, sem nú er rætt um að rísi á Húsavík og nágrenni, verða að veruleika, segir Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. Þessar þrjár verksmiðjur sem um ræðir eru glúkósamínsverksmiðjan, sem greint var frá í Fréttablaðinu í gær, polyol - verksmiðja sem er á teikniborðinu og loks álver. Polyol er flokkur efna, sem unnin er úr sykri í stað olíu eins og áður var, að sögn Tryggva Finnssonar framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Hann sagði að framleiðslan væri í tilraunaferli erlendis eins og er, en mikla orku þurfi til framleiðslunnar. Þar kæmi Húsavík inn í myndina. Bjarni sagði að ríkið myndi verja hluta af andvirði Kísiliðjunnar til þessarar verksmiðju. "Glúkosamín verkasmiðja hér er mjög mikilvægt og gott mál," sagði Aðalsteinn Baldursson. "Auk allra annara kosta þá verður rækjuhratið, sem menn þurfa að urða með ærnum tilkostnaði í dag, notað við framleiðslu á kítíni og síðar glúkosamíni. Að þessu þarf að koma allur skalinn, sérfræðingar til almennra verkamanna." Varðandi staðsetningu álvers benti Aðalsteinn á að kjöraðstæður væru fyrir það á Húsavík. Þar væri gott land, góð höfn sem tilbúin yrði á næsta ári, auk þess sem stutt væri í orkuna. Ýmsir hafa sýnt áhuga á því að reisa álver á þessum slóðum, mismikinn þó. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er Norðurál talið þar fremst í flokki, en fulltrúar þess hafi verið mikið á ferðinni á Húsavík til að skoða aðstæður, síðast nú í vikunni. "Við viljum að orkan sé nýtt hér heima fyrir," sagði Aðalsteinn. "Við erum tilbúnir til að taka við þessum fyrirtækjum. Við erum hér með öflugar sveitir og við sjáum fyrir okkur að þau hefðu svo mikil margfeldisáhrif að þau myndu styrkja landbúnaðinn. Með öðrum orðum, menn gætu unnið með búskapnum, sem hefur ekki rekstrarlega góða stöðu í dag. Við erum bjartsýnir hér, sem sýnir sig í því að hér er mjög lífleg sala í húsum og fasteignaverð hefur rokið upp að undanförnu."
Fréttir Innlent Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir grunaðir um að rækta tæplega 300 kannabisplöntur Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira