Innlent

Amnesty sýnir í Blöndustöð

Á hverju sumri opnar Landsvirkjun mörg orkuver sín fyrir ferðafólki og eru þar haldnir ýmisskonar viðburðir.  Í Blöndustöð á Norðvesturlandi er áhugaverð sýning Amnesty International sem opnuð var í byrjun ágúst. Sýningin inniheldur ágrip af sögum nokkurra einstaklinga sem félagar Íslandsdeildar Amnesty International hafa átt þátt í að frelsa síðustu 30 árin. Þetta fólk var fangelsað fyrir þær sakir einar að tjá trú sína eða skoðanir, eða vegna kyns síns og uppruna. Þetta fólk kallar Amnesty International samviskufanga. Sýningin verður opin gestum og gangandi alla daga í sumar, kl. 13:00 – 17:00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×