Erlent

Langflestir búa enn í skýlum og búðum

Frá Indónesíu skömmu eftir yfirreið flóðbylgjunnar.
Frá Indónesíu skömmu eftir yfirreið flóðbylgjunnar. MYND/AP

Næstum ári eftir að flóðbylgjan skall á löndum við Indlandshaf búa enn langflestir þeirra sem misstu heimili sín í hamförunum í neyðarskýlum eða tjaldbúðum. Þetta er niðurstaða bandarískrar könnunar sem gerð var í Indlandi, á Srí Lanka og norðurhluta Súmötru í Indónesíu sem varð einna verst úti. Í Indónesíu bjuggu langflestir enn í búðum sem ríkisstjórn og hjálparsamtök höfðu komið upp, í Indlandi var hlutfallið 92 prósent á þeim svæðum sem flóðbylgjan reið yfir og á Srí Lanka var það 78 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×