Erlent

Fimmti hver Dani óttast hryðjuverk í háloftunum

Fimmti hver Dani óttast að verða fórnarlamb hryðjuverka í flugvélum eða flugstöðvum samkvæmt nýrri könnun sem Flugmálastjórn Danmerkur hefur gert. Þar kemur einnig fram að fjórði hver Dani flýgur sjaldan eða aldrei og það er fólk í þeim hópi sem segist óöruggast í flugi. Könnunnin sýnir einnig að konur eru hræddari við að fljúga en karlar. Fréttir af hryðjuverkum og árásirnar á Bandaríkin 11. september eru taldar helstu ástæðurnar fyrir óöryggi fólks í háloftunum en talsmaður Flugmálastjórnar Danmerkur segir að við könnuninni verði brugðist með bættum upplýsingum um flugöryggi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×