Erlent

Leynifangelsum lokað fyrir mánuði

Frá Ramstein-flugvelli í Þýskalandi þar sem talið er að fangaflugvélar CIA hafi lent mörgum sinnum.
Frá Ramstein-flugvelli í Þýskalandi þar sem talið er að fangaflugvélar CIA hafi lent mörgum sinnum. MYND/AP

Aðeins mánuður er síðan bandaríska leyniþjónustan CIA lokaði leynifangelsum sínum í Rúmeníu og Póllandi. Þetta hefur fréttastöðin ABC eftir núverandi og fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónustunnar. Þeir segja að bandarísk stjórnvöld hafi lagst á eitt um að koma öllum föngum burt frá Evrópu strax eftir að Washington Post greindi frá leynifangelsunum.

Ellefu hryðjuverkamenn úr röðum al-Qaida hafi verið yfirheyrðir í leynifangelsunum í Austur-Evrópu en hafi nú verið fluttir í fangabúðir sem CIA starfræki í eyðimörk í Norður-Afríku. Þá segja heimildarmenn ABC jafnframt að allir mennirnir ellefu hafi verið beittir hörðustu aðferðum sem CIA notist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×