Innlent

Síldarvertíðin hafin

Síldarvertíðin er hafin. Fjölveiðiskipið Beitir frá Neskaupsstað er á leið í land með um 200 tonn af síld. Þetta er annar túr Beitis, en skipið kom með um 200 tonn af síld að landi á Neskaupsstað á föstudaginn og fer öll síldin til vinnslu hjá Síldarvinnslunni. Síldin hefur verið að fást suðvestur af Hvalbaknum en það tekur um fimm tíma að sigla á miðin. Skip Samherja eru að veiðum út af vestfjörðum en þar er litla síld að hafa eins og stendur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×