Erlent

Fjórir létust í flugslysi

Fjórir létust er lítil flugvél hrapaði í sjóinn undan strönd Connecticut í Bandaríkjunum í gær. Í yfirlýsingu strandgæslunnar segir að tveir björgunarbátar hafi verið sendir á slysstað eftir að neyðarkall barst frá annarri vél í nágrenninu. Þegar björgunarlið kom á staðinn reyndust allir sem um borð voru látnir. Vélin sem hrapaði var af gerðinni Cessna 182.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×