Erlent

Áfengi hættulegra konum

Konur eru í meiri hættu á að verða háðar áfengi en karlar. Það er niðurstaða rannsóknar vísindamanna í Þýskalandi sem rannsökuðu 158 sjálfboðaliða. Niðurstöðurnar sýna einnig að konur geta fengið heilaskemmdir og hjarta- og lifrarsjúkdóma vegna áfengisdrykkju mun fyrr en karlar og þótt þær neyti minna magns. Breskir vísindamenn eru uggandi yfir niðurstöðunum enda sýna kannanir að áfengisdrykkja þar í landi eykst sífellt meðal kvenna. Það er sama þróun og hefur verið hér á landi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×