Lífið

Green Day sigursælust á MTV-hátíð

Pönkið lifir og rokkið líka - í það minnsta hjá MTV. Hljómsveitin Green Day var sigursælust á árlegri verðlaunahátíð tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar í gærkvöldi. Eftir sextán ár í bransanum var komið að Green Day að raka saman verðlaununum hjá MTV í gær. Sveitin hlaut alls sjö verðlaun, meðal annars fyrir besta myndbandið við lagið Boulevard of Broken Dreams. Hljómarsveitarfélagarnir voru líka þeir einu sem gerðust pólitískir á sviðinu í gær, en þeir tileinkuðu bandarískum hermönnum flutning sinn og hvöttu til þess að þeir yrðu kallaðir heim. Þó að oft hafi gengið mikið á á verðlaunahátíðum MTV fór ekki mikið fyrir því í gær, þvert á móti. Flestar stjörnurnar lofuðu guð til hægri og vinstri og kynnirinn, Sean "Diddy" Combs gekk um í bol sem á stóð: Guð er bestur. Hátíðin fór samt fram í skugga atburða kvöldsins áður þegar fræga fólkið safnaðist saman í gleðskap. Óþekktur byssumaður réðst þar á rapparann Marion "Suge" Knight og skaut hann í fótinn. Rapparinn var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Tilræðismannsins er enn leitað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.