Lífið

Nýtt rappband stígur fram

Fókus fylgir DV á föstudögum. Í blaðinu má finna allt um skemmtanalífið, leikhúsin og listasýningar í bland við ýmislegt annað. Í dag verða tónleikar í Smekkleysu plötubúð á Laugavegi 59. Þar mun koma fram nýjasta rappband Íslands, Hinir. Einnig mun koma fram Mezzíaz MC sem mun þeyta skífum. Það er að nýtt hip hop band að stíga fram á sjónarsviðið um þessar mundir. Á morgun verða hip hop tónleikar af ferskustu gerð með tvíeykinu Hinir og Mezzo. Hinir samanstendur af rapparanum Poetrix og lagasmiðnum Huxun. Þeir spila hip hop með rafrænum undirtón. Það kemur ekki á óvart. Huxun er eitt af sjálfum Marlons í Anonymous, sem spilar jú rafræna tónlist. Þeir Poetrix taka fyrir lífið, dauðann, trúmál og einkamál í lögum sínum. Flæðið er gott og þú kemst ekki hjá því að tékka á því hvað þessir gaurar eru að segja. Mezzo er einnig þekktur sem Mezzías MC og er fyrir löngu búinn að skapa sér nafn í íslenskum rappheimi. Undir nafninu Mezzo spilar hann bara instrumental og taktarnir fá að njóta sín í botn. Grípandi viðlög og skarpir taktar eru einkennandi fyrir hann og margir rapparavinir hans nota tónlistina hans í lögum sínum. Tónleikarnir verða í Smekkleysubúðinni á Laugavegi í dag. Þeir byrja klukkan 15, sem býður upp á það að byrja daginn á þessu glænýja, íslenska hip hoppi. Frítt inn eins og alltaf.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.