Lífið

Shadows-liðar komnir til landsins

Breska hljómsveitin Shadows lenti klukkan 15 í dag á Keflavíkurvelli. Hún mun halda eina tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði annað kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur hingað til lands en síðast kom hún árið 1985 og hélt þá þrenna tónleika á Broadway. Frægðarsól Shadows reis sjálfsagt hvað hæst á sjöunda áratugnum en þekktasta lag sveitarinnar er án efa aðallagið í Deer Hunter sem sló í gegn og hefur lifað góðu lífi allar götur síðan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.