Lífið

Paris segist eiga fáa vini

Paris Hilton segist aðeins eiga nokkra "ekta vini." "Ég á ekki eins marga vini og ég átti forðum. Ég var svo mikill djammari og átti fullt af fölskum vinum sem var í rauninni alveg sama um mig. Þegar fólk eyðir mörgum árum á þann hátt þá hittir það ekki mikið af góðu fólki. Auk þess skipti ég svo oft um skóla. Einu alvöru vinirnir í lífi mínu eru fjölskyldan mín, systir mín og kærasti og nokkrir aðrir í viðbót. Það er svo erfitt að treysta fólki, sérstaklega í L.A.," segir Paris og bætir því við að hana langi til að stofna fjölskyldu á næstu þremur árum með kærastanum Paris Latsis en þau hittust fyrr á þessu ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.