Lífið

Kvöld í Hveró - KK og Ellen

Systkynin KK og Ellen efna til tónleika í Hveragerðiskirkju föstudagskvöldið 6. maí en tónleikar þeirra eru liður í konsertröðinni Kvöld í Hveró. Jón Gunnar Þ´roarinsson hitar upp fyrir KK og Ellen. Þau systkin þau hafa snortið hug og hjörtu þeirra sem á þau hafa hlýtt. Með einlægri framkomu og mikilli tilfinningu í söng og tónlistarflutningi hafa þau áunnið sér hylli og vinsældir þjóðarinnar allrar. Ellen Kristjánsdóttir hefur gefið út tvær sólóplötur, tvær með Kombóinu og þrjár með Borgardætrum.  Nýjasta plata hennar, Sálmar, var söluhæst á árinu 2004 og hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem plata ársins. KK (Kristján Kristjánsson) hefur  sent frá sér sjö einherjaplötur, en einnig starfað með fjölda annara listamanna.  KK hefur samið tónlist fyrir  leikhús og kvikmyndir, honum hefur einnig hlotnast margvísleg verðlaun  bæði fyrir lagasmíðar og hljóðfæraleik. Jón Gunnar Þórarinsson hitar upp. Yfirlýst markmið Kvölds í Hveró er að auka fjölbreytni í menningu á  svæðinu, opna augu almennings fyrir þeim möguleika að íslensk popptónlist eigi ekki síður heima í kirkju en klassíkin og gefa ungu og hæfileikaríku tónlistarfólki af Suðurlandi tækifæri til að að hita upp fyrir þá listamenn sem fram koma. Hljómburður í Hveragerðiskirkju þykir einstaklega góður. Aðstandendur Kvölds í Hveró er Norsk-Íslenska Skjallbandalagið Inc. sem í eru Ásgerður Eyþórsdóttir og Monica Haug. Dagskrá Kvölds í Hveró er svohljóðandi: 6. maí - KK og Ellen. Jón Gunnar Þórarins hitar upp 20. maí - Eyfi og Stefán. Prímadonnur frá Selfossi hita upp 3. júní - Hljómsveitin Hjálmar. Helgi Valur Ásgeirsson hitar upp Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur. Frekari upplýsingar má finna á kvoldihvero.go.is, tonlist.is og í síma 692 8531. Sala á miðum fer fram í Hljóðhúsinu á Selfossi og við kirkjudyr. Hótel Örk í Hveragerði býður einnig upp á Nótt í Hveró í tengslum við tónleikana. Boðið er upp á gistingu með morgunverði ásamt tónleikamiða á aðeins 4900 kr. fyrir mann í tvíbýli. Pantanasími er 483 4700. Tilboðið gildir þá daga sem tónleikar eru haldnir. Allir tónleikarnir fara fram á föstudagskvöldum kl 21:00 í Hveragerðiskirkju nema tónleikar Stefáns og Eyfa, sem haldnir verða í Selfosskirkju, í samvinnu við menningarhátíðina Vor í Árborg sem fram fer 20. til 22. maí n.k. Skipulagning hennar stendur nú yfir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.