Erlent

Sonur indíánahöfðingja handtekinn

Rannsókn skotárásarinnar í grunnskólanum í Red Lake í Minnesota hefur tekið nýja stefnu eftir að lögreglan handtók Louis Jourdain, son höfðingja Chippewa-ættbálksins, vegna gruns um aðild að henni. Rúm vika er liðin síðan Jeff Weise skaut níu manns til bana og stytti sér svo aldur. Ekki hefur verið greint nákvæmlega frá því í hverju aðild Jourdains er fólgin en talið er að hann hafi hjálpað Weise að skipuleggja tilræðið. Enn er verið að jarðsetja fórnarlömb Weise. Skólinn verður lokaður það sem eftir lifir skólaársins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×