Innlent

Stærsta hverfið í Úlfarsárdal

Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum fram til 2024. Stærstu hverfin verða í Úlfarsárdal, Gufunesi og vestan Elliðaáa. Búið er að deiliskipuleggja fyrsta áfanga í Úlfarsárdal og á að byggja 900 íbúðir eða eitt skólahverfi í fyrsta áfanga. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á umhverfis- og tæknisviði, segir að gert sé ráð fyrir því að byrja framkvæmdum á þessu ári, "kannski í haust eða vetrarbyrjun og fyrstu lóðirnar verða þá byggingarhæfar á næsta ári," segir hann. Ef svo fer sem horfir munu borgaryfirvöld ráðstafa byggingaréttinum næsta vetur, sennilega helmingnum fyrir áramót og hinum helmingnum fyrir kosningar í maí á næsta ári. Hvað gerist í kosningunum veit enginn, þaðan af síður eftir kosningar. Búast má við að haldið verði áfram með hverfið í Úlfarsárdal úr því að framkvæmdir þar verða hafnar en sjálfstæðismenn hafa lýst yfir að þeir hefðu frekar kosið Geldinganesið. Það er því hugsanlegt að stefnubreyting verði síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×