Kvóti Bílddælinga dregst saman 10. ágúst 2005 00:01 Nánast engin aukning hefur verið í úthlutun byggðakvóta til Bíldudals frá síðasta ári þrátt fyrir að stærsta fiskvinnslufyrirtækið hafi farið á hausinn í vor. Kvóti Bílddælinga hefur dregist saman um rúm áttatíu prósent frá árinu 1991. Á sama tíma hefur íbúum fækkað um tæplega helming. Í vor var vinnslu Bílddælings, stærsta atvinnurekandans á staðnum hætt, en hjá fyrirtækinu unnu um fimmtíu manns. Um eitt hundrað störf eru á Bíldudal og lætur því nærri að annar hver maður hafi misst vinnuna. Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bílddælings, segist vongóður um að fyrirtækið muni hefja starfsemi á ný og það á komandi haustdögum. Nú sé unnið að stöðumati og fljótlega verði rekstraráætlun tilbúin. Jens segir að lítið þurfi til svo fyrirtækið geti hafið starfsemi á ný. Talað hafi verið um að þörf sé á 250 tonna kvóta og fjármagni upp á 30-40 milljónir króna. Jens segir nauðsynlegt að styrkja grundvöll fyrirtækja á landsbyggðinni en það segi sig þó sjálft að byggðarlög sem hafa misst kvóta sinn eigi erfitt með að fá hjólin til að snúast á ný. Til þess sé nauðsynlegt að fyrirtæki fái að fjárfesta í kvóta og þá geti menn fyrir alvöru sótt sjóinn á ný. Rækjuveiðar í Arnarfirði hafa dregist stórlega saman og því skiptir starfsemi Bílddælings enn meira máli fyrir byggðarlagið. Jens segist vonast til að vinna að fyrirtækinu ljúki um miðjan mánuðinn þannig að hægt verði að leggja fyrir klárar áætlanir í lok mánaðarins. Hann voni því að hægt verði að fara af stað aftur í byrjun nýs kvótaárs, í byrjun september. Árið 1991 nam fiskveiðikvóti Bílddælinga rúmum fjögur þúsund tonnum en í fyrra var kvótinn tæp átta hundruð tonn. Þá hafa um fimmtíu manns flust frá Bíldudal frá síðustu áramótum. Þar eru íbúar nú um tvö hundruð, en árið 1991 bjuggu þar um 370 manns. Tæplega helmingur íbúa staðarins hefur því flust brott á síðustu 15 árum Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Nánast engin aukning hefur verið í úthlutun byggðakvóta til Bíldudals frá síðasta ári þrátt fyrir að stærsta fiskvinnslufyrirtækið hafi farið á hausinn í vor. Kvóti Bílddælinga hefur dregist saman um rúm áttatíu prósent frá árinu 1991. Á sama tíma hefur íbúum fækkað um tæplega helming. Í vor var vinnslu Bílddælings, stærsta atvinnurekandans á staðnum hætt, en hjá fyrirtækinu unnu um fimmtíu manns. Um eitt hundrað störf eru á Bíldudal og lætur því nærri að annar hver maður hafi misst vinnuna. Jens Valdimarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Bílddælings, segist vongóður um að fyrirtækið muni hefja starfsemi á ný og það á komandi haustdögum. Nú sé unnið að stöðumati og fljótlega verði rekstraráætlun tilbúin. Jens segir að lítið þurfi til svo fyrirtækið geti hafið starfsemi á ný. Talað hafi verið um að þörf sé á 250 tonna kvóta og fjármagni upp á 30-40 milljónir króna. Jens segir nauðsynlegt að styrkja grundvöll fyrirtækja á landsbyggðinni en það segi sig þó sjálft að byggðarlög sem hafa misst kvóta sinn eigi erfitt með að fá hjólin til að snúast á ný. Til þess sé nauðsynlegt að fyrirtæki fái að fjárfesta í kvóta og þá geti menn fyrir alvöru sótt sjóinn á ný. Rækjuveiðar í Arnarfirði hafa dregist stórlega saman og því skiptir starfsemi Bílddælings enn meira máli fyrir byggðarlagið. Jens segist vonast til að vinna að fyrirtækinu ljúki um miðjan mánuðinn þannig að hægt verði að leggja fyrir klárar áætlanir í lok mánaðarins. Hann voni því að hægt verði að fara af stað aftur í byrjun nýs kvótaárs, í byrjun september. Árið 1991 nam fiskveiðikvóti Bílddælinga rúmum fjögur þúsund tonnum en í fyrra var kvótinn tæp átta hundruð tonn. Þá hafa um fimmtíu manns flust frá Bíldudal frá síðustu áramótum. Þar eru íbúar nú um tvö hundruð, en árið 1991 bjuggu þar um 370 manns. Tæplega helmingur íbúa staðarins hefur því flust brott á síðustu 15 árum
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent